Enn betri skólar í Reykjavík

Reykja­vík­ur­borg stend­ur nú í miklu átaki fyr­ir betri grunn­skóla í borg­inni. Í sept­em­ber samþykkti borg­ar­stjórn nýtt út­hlut­un­ar­lík­an fyr­ir grunn­skóla Reykja­vík­ur. Það kall­ast Edda og mun skapa for­send­ur fyr­ir raun­hæf­ari og betri fjár­mögn­un fyr­ir hvern grunn­skóla borg­ar­inn­ar.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur allt of lengi búið við plástrað lík­an, sem ekki mæt­ir þörf­um skól­anna. Skól­arn­ir eru mis­mun­andi og sam­setn­ing nem­enda er líka mis­jöfn. Við því þurfti að bregðast og því var farið í það átak að þróa nýtt út­hlut­un­ar­lík­an með aðkomu skóla- og fjár­mála­sér­fræðinga ásamt full­trú­um frá skóla­stjórn­end­um.

Aukið fjár­magn í skól­ana

Þegar út­hlut­un­ar­líkanið var klárt var ljóst að rekst­ur grunn­skóla þarf í heild aukið fjár­magn. Við því þarf að bregðast í fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar og í sept­em­ber samþykkti borg­ar­ráð að vísa því til fjár­hags­áætl­un­ar að fjár­heim­ild­ir skóla- og frí­stunda­sviðs hækki um rúm­lega 1,5 millj­arða.

Það þarf bæði að huga að öllu um­hverfi skóla­starfs­ins, en verið er að ljúka við heild­ar­út­tekt á viðhaldsþörf grunn­skóla í borg­inni. Þegar sú mynd ligg­ur fyr­ir þarf að for­gangsraða fram­kvæmd­um en fyr­ir ligg­ur að fjár­veit­ing­ar til end­ur­nýj­un­ar eldra skóla­hús­næði verða stór­hækkaðar. Í fjár­fest­ingaráætl­un þessa árs var gert ráð fyr­ir 3,085 millj­örðum í fjár­fest­ing­ar vegna skóla, þar af 2,1 millj­arði vegna viðhalds á hús­næði. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að þær upp­hæðir muni hækka, bæði á næsta og þar næsta ári.

Aukið fag­legt frelsi

Við vilj­um treysta skóla­stjórn­end­um til að þekkja sitt nærum­hverfi og hvernig best sé að skipu­leggja starf skól­anna miðað við þarf­ir nem­enda. Á því bygg­ist út­hlut­un­ar­líkanið, sem mun efla fag­legt frelsi og ábyrgð skóla­stjórn­enda. Líkanið mun einnig auka gagn­sæi, fyr­ir­sjá­an­leika og jafn­ræði á milli skóla og hverfa borg­ar­inn­ar.

Í út­hlut­un­ar­líkan­inu er tekið til­lit til mis­mun­andi fé­lags­legra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við út­hlut­un fjár­magns. Með því drög­um við úr aðstöðumun á milli skóla. Dregið er úr áherslu á form­leg­ar grein­ing­ar og lagður til stuðning­ur við börn eft­ir þörf­um þeirra. Á því munu börn­in okk­ar græða.

Lát­um skóla­stjórn­end­ur ráða hvaða fag­fólk þarf

Þverfag­legt sam­starf inn­an skóla er stefna Viðreisn­ar í mennta­mál­um. Við vilj­um mæta fjöl­breytt­um þörf­um nem­enda með teym­is­starfi fag­fólks á sviðum vel­ferðar, heil­brigðis og skóla eða því sem þurfa þykir.

Grunn­skól­ar Reykja­vík­ur munu fá aukið rými til að ráða fag­fólk, sem ekki er kenn­ar­ar, til að styðja við skóla­starfið. Fag­fólkið get­ur verið sál­fræðing­ar, þroskaþjálf­ar, fé­lags­ráðgjaf­ar, iðjuþjálf­ar eða aðrir sér­fræðing­ar. Allt eft­ir áhersl­um og þörf­um hvers skóla. Eft­ir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skól­an­um, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða.

Frelsi fylg­ir ábyrgð

Líkan­inu fylg­ir líka auk­in ábyrgð skóla­stjórn­enda um að starf skól­ans sé inn­an fjár­heim­ilda hverju sinni. Til þess munu skóla­stjór­ar fá stuðning frá rekstr­ar­stjóra og ef þörf kref­ur fjár­málaráðgjöf­um og fjár­mála­stjóra skóla- og frí­stunda­sviðs. Fylgst verður með því ef rekst­ur fer um­fram fjár­heim­ild­ir og skól­ar krafðir um tíma­sett­ar úr­bæt­ur.

Þó svo að líkanið hafi verið unnið í góðu sam­starfi við skóla­stjóra í borg­inni, þá get­ur ým­is­legt komið í ljós þegar það er komið í notk­un og vel get­ur verið að það þurfi að sníða af því van­kanta. Þá þurf­um við að gæta þess að búa ekki til sama plástraða og flókna kerfi og við erum nú að hverfa frá.

Vinn­an við út­hlut­un­ar­líkanið var góð. Næsta skref þarf að vera álíka lík­an sem unnið er fyr­ir leik­skóla borg­ar­inn­ar, þar sem horfið verður frá flóknu kerfi og út­hlut­un úr pott­um.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. október 2021