Júlífréttir úr borginni komnar út

Áfram held ég að senda út fréttabréf úr borginni. Í júlífréttum segi ég frá 11 þúsund trjáplöntum. En líka hvað verið erum að gera fyrir börnin í borginni með betri borg fyrir börn. Bæta við nýjum leik- og grunnskólum í borginni. Og auka sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum. Við erum líka að samþætta velferðar- og skólaþjónustu fyrir börn og með nýrri velferðarstefnu að hugsa þjónustuna út frá notendunum, sem er okkur í Viðreisn mjög mikilvægt.

Þétting byggðar

Ég fjalla líka um af hverju við erum að þétta byggð í borginni. Tilefnið er auðvitað ummæli Seðlabankastjóra um að rót hækkunar fasteignaverðs eigi sér stað í lóðaskorti í Reykjavík. Á móti bendi ég – og peningastefnunefnd Seðlabankans – á vaxtalækkanir bankans og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Að falla frá þéttingu byggðar er dýrara, ekki eins umhverfisvænt, tímafrekt og þá fáum við ekki sjálfbær hverfi, sem er það sem við stefnum að.

270 m.kr. styrkur í stafræna þróun Reykjavíkur

Ég skrifaði líka aðeins um stafrænu þróunina, sem þið munuð án efa heyra meira af. Við erum mjög stolt af viðurkenningunni sem við fengum frá Bloomberg Philanthropies, þegar Reykjavík varð ein af sex borgum í þriggja ára nýsköpunarverkefninu, “Build Back Better”. Að komast í þetta verkefni þýðir að borgin fær fjárframlag upp á rúmar 270 milljónir til að hraða stafrænni þróun borgarinnar.

Reykvíkingur ársins

Og svo skrifaði ég aðeins um hvað við erum heppin að eiga samborgara sem þykir vænt um borgina sína, eins og Guðjón Óskarsson sem var valinn Reykvíkingur ársins 2021.

Hérna getur þú lesið eldri fréttabréf og gerst áskrifandi af nýjum fréttabréfum.