Þórdís Lóa Þórhalldóttir borgarfulltrúi, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Sterkari sveitarfélög, ný hugsun í úrgangsmálum og fleiri frístundir

Við hófum þetta ár á bjart­sýni. Bólu­setn­ingaröf­und kom sem nýtt orð í tungu­málið okk­ar, á meðan við biðum eftir fyrstu bólu­setn­ing­unni, sann­færð um að hún myndi bjarga okkur út úr Kóvi­dinu, fjölda­tak­mörk­unum og minn­is­blöðum frá Þórólfi. Með bólu­setn­ingum yrði skóla- og frí­stunda­starfið aftur með eðli­legum hætti, svo ekki sé talað um alla félags­þjón­ust­una.

En það hefur reynst flókn­ara að ná í skottið á þessum far­aldri en við von­uðum í fyrstu. Nú, þremur bólu­setn­ingum síðar erum við mun betur í stakk búin lík­am­lega að takast á við Covid. Hlut­falls­lega smit­ast færri og ein­kennin eru væg­ari, sem gerir heil­brigð­is­kerf­inu öllu auð­veld­ara að takast á við vand­ann.

Sam­fé­lagið hefur líka lært hvernig bregð­ast skuli við. Við höfum grímur á tak­tein­um, þvoum okkur vel um hendur og sprittum þess á milli. Skellum okkur í hrað­próf áður en við förum á tón­leika eða á mann­fögn­uði. Allt til að verja aðra frá því smit­ast hugs­an­lega af okk­ur.

Sveit­ar­fé­lögin mjög þjálfuð í sótt­vörn­um

Annað árið er Covid partur af okkar lífi. Ólíkt bjart­sýn­inni í lok 2020, þegar við sáum að bólu­efni voru bara hinum megin við horn­ið, gerum við nú ráð fyrir því að smit, smit­gát og sótt­kví verði áfram partur af okkar lífi á kom­andi ári og und­ir­búum okkur fyrir það. Sveit­ar­fé­lögin eru því að minnsta kosti und­ir­bú­in.

Sveit­ar­fé­lögin eru orðin þjálfuð í að vera á tánum varð­andi smit og sótt­varn­ir. Vissu­lega reyna aðgerð­irnar á, hvað varðar alla þjón­ustu, sér­stak­lega vel­ferð­ar­þjón­ustu og skóla. Það hefur verið aukið álag á skól­ana að til­kynna um smit og smit­gát og flestir for­eldrar hafa nú reynt það að eiga barn í sótt­kví.

En sveit­ar­fé­lög­in, sér­stak­lega hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hafa náð að vinna afbragðs vel saman til að sam­ræma við­brögð og aðlaga starf og þjón­ustu þeirri kröfu sem uppi er um sótt­varn­ir. Það hefur skipt miklu máli að hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu séu alls staðar sömu regl­ur, t.d. um rekstur sund­lauga og íþrótta­húsa. Þá hefur sam­vinna vegna Covid auð­veldað alla aðra sam­vinnu og sam­tal á milli sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, því per­sónu­legu tengslin voru þegar til stað­ar.

Tæki­færi í auknu sam­starfi

Far­ald­ur­inn hefur sýnt sveit­ar­fé­lög­unum að það eru mikil tæki­færi í auknu sam­starfi og sam­tali. Jafn­vel sam­ein­ing­um. Um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga var kosið á nokkrum stöðum á land­inu. Sam­ein­ing Þing­eyj­ar­sveitar og Skútu­staða­hrepps var sam­þykkt en sam­ein­ing í sveit­ar­fé­lagið Suð­ur­land var hafn­aði í Ása­hreppi. Þessi umræða mun halda áfram á kom­andi ári.

Sveit­ar­fé­lög þurfa að vera burðug og sterk til að geta boðið upp á góða og öfl­uga þjón­ustu. Ef við ætlum að tryggja búsetu um allt land, þá þurfum við að efla sveit­ar­stjórn­ar­stig­ið. Og tryggja að búseta um allt land sé tryggð fyrir alla en fólk þurfi ekki að flytja vegna þess að sveit­ar­fé­lagið sem það býr í er of veik­burða til að veita suma þjón­ustu. Öll sveit­ar­fé­lög þurfa líka að verða nógu öflug til að ræða áfram­hald­andi skipt­ingu verk­efna á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga og hvernig tekjum hins opin­bera er skipt á milli þess­ara tveggja stjórn­sýslu­stiga og sveit­ar­fé­laga.

Far­ald­ur­inn hefur sýnt okkur að ungt fólk er til­búið til að búa víðs­vegar um land­ið, sækja í nátt­úru og fámenn­ari sveit­ar­fé­lög ef þau hafa aðgang að háhraða­neti, staf­rænni þjón­ustu og góðum sam­göng­um. Hér eru sveit­ar­fé­lög í dauða­færi til að skapa nýja tíma í sveitum lands­ins og snúa við þeirri byggða­þróun sem hefur verið ríkj­andi und­an­farna ára­tugi. Sveit­ar­fé­lög hafa alla burði til að verða mjög kröftug ef rétta leiðin verður far­in.

Sam­ræmd flokkun úrgangs og brennsla

Und­an­farið ár hefur líka haldið áfram að minna okkur á mik­il­vægi umhverf­is- og lofts­lags­mála. Hér þurfum við að taka stór skref, fyrir börnin okkar og fram­tíð­ina áður en lofts­lags­breyt­ingar verða orðnar of miklar og óaft­ur­kræf­an­leg­ar. Sveit­ar­fé­lög um allt land þurfa að setja sér lofts­lags­stefnu með mæl­an­legum og áþreif­an­legum mark­mið­um. Stóru málin eru þar sam­göngu­mál, úrgangs­mál og end­ur­heimt vot­lend­is.

Í úrgangs­málum þurfum við að huga betur að því hvernig við komum í veg fyrir að úrgangur mynd­ist, fyrir það fyrsta. Þurfum við að kaupa vör­ur, umbúðir eða mat sem enda bara í rusl­inu? Getum við keypt not­aðar vörur eða leigt? Það sem við höfum eign­ast þurfum við svo að flokka mun betur til að koma í veg fyrir urðun eða brennslu.

Í Reykja­vík hefur lang­þráð skref verið tekið í nokkrum hverf­um, með brún­tunnu sem safnar líf­rænum úrgangi og á kom­andi ári verður hún komin í öll hverfi borg­ar­inn­ar. Sam­ræmd flokkun sveit­ar­fé­lag­ana er loks­ins að verða að veru­leika, svo að við verðum ekki með mis­mun­andi flokk­un­ar­reglur milli sveit­ar­fé­laga­marka. Þá hefur sam­starfs­hópur sveit­ar­fé­lag­anna um brennslu­stöð, til að taka við úrgangi sem ann­ars yrði urð­að­ur, unnið gott starf á þessu ári. Brennslu­stöð er mikil fjár­fest­ing en við þurfum að bera ábyrgð á sorp­inu okk­ar, allt til enda.

Sam­fé­lagið mun breyt­ast með breyttum vinnu­tíma

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hófst á árinu 2021 og á eftir að hafa mikil áhrif til fram­tíð­ar. Við þekktum kosti stytt­ingar vinnu­vik­unnar hjá Reykja­vík­ur­borg, enda hafði borgin tekið þátt í til­rauna­verk­efni áður en þessu tíma­móta­sam­komu­lagi var náð. Mark­miðið með stytt­ingu vinnu­vik­unar eru aukin lífs­gæði okkar allra. Að við höfum meiri tíma með fjöl­skyldu, vinum og í frí­stund­um.

Við erum enn á fyrstu skref­unum og ræðum stytt­ing­una út frá skipu­lagi og flækju­stigi hvers­dags­ins inn á ein­stökum vinnu­stöð­um. Því er heldur ekki að neita að stytt­ing vinnu­vik­unnar er sveit­ar­fé­lög­unum dýr, sér­stak­lega vegna fleiri starfs­manna sem þarf til að sinna vökt­um. En kost­ur­inn er bylt­ing, sam­fé­lag­inu til mik­illa bóta. Þar sem starfs­fólk og vinnu­veit­endur geta haft gagn­kvæman ávinn­ing af stytt­ingu vinnu­vik­unnar þurfum við líka að kom­ast í dýpri umræðu um það hvernig við viljum nýta breyt­ing­una. Með sam­tali og skipu­lagn­ingu getum við nýtt þetta tæki­færi til að draga úr hraða og streitu í sam­fé­lag­inu. Við getum horft til hinna Norð­ur­land­anna sem hafa tekið fleiri skref en við í því að tak­marka vinnu­tíma og kjósa frekar hinn nor­ræna afslapp­aða lífs­stíl, þar sem fleiri stundir fara í að lifa og njóta og sinna okkar nán­ust­u.

Næsta ár mun færa okkur tæki­færi til að halda áfram að þróa sam­fé­lagið okk­ar, til að allir fái notið sín. Ef við kjósum að taka skref áfram í þess að standa bara í stað munum við sjá enn frek­ari vel­sæld í sveit­ar­fé­lögum lands­ins.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 28. desember 2021