Hver er ég?

Hæ, ég er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og þetta er vefsíðan mín: https://thordisloa.is
 

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og afhverju?

 

Vafrakökur

Vafrakökur eru smáar textaskrár sem vistaðar eru í vafraranum þínum. Ég nota vafrakökur til að greina hvaða síður eða síðuhlutir eru heimsóttir. Þær upplýsingar mun ég svo nota til að bæta virkni og efni síðunnar. Vafrakökur má einnig nýta til að birta auglýsingar eftir greiningu markhópa.
 
Þau gögn sem hægt er að greina með vafrakökum eru t.d. dagsetningar, texti og tölugögn. Á þeim eru þó engar persónuupplýsingar um notendur geymdar og ég get ekki notað vafrakökur til að sjá hvaða einstaklingar hafa heimsótt vefsíðuna mína.
 
Þú sem notandi getur alltaf stillt þinn vafra þannig að kökur sú hreinsaðar. Frá þeim tíma sem þú hreinsar kökurnar þínar safnast ekki vafrakökur og þú þarft að veit aftur heimild fyrir slíkri upplýsingasöfnun. Þá kemur aftur upp borði sem biður þig að samþykkja að ég safni almennum upplýsingum þig. 
 

Birt efni frá öðrum síðum

Greinar og annað innsett efni getur innihaldið efni sem birt er frá öðrum veflausnum, s.s. myndbönd, myndir eða annað slíkt. Þetta á við t.d. ef ég birti efni af youtube.com eða instagram. Slíkt efni birtist og virkar fyrir þig á sama hátt og ef þú hefðir heimsótt upprunasíðuna. Slíkar síður geta því einnig safnað gögnum, nýtt vafrakökur heimiliða skráningu gagna og fylgst með hver viðbrögð þín við efninu séu.
 

Tölfræðigögn

Vafrakökur eru nýttar til að vinna tölfræðigögn með hjálp Google Analytics. Með þeim get ég séð hvaða síður eru helst skoðaðar, á hvaða tíma og fleira þess háttar. Hægt er að skoða hvort síðan er skoðuð í síma eða fartölvu, hvaða síðuhutar eru heimsóttir og hve lengi er dvalið á hverri síðu. Þessi gögn eru ekki, frekar en önnur gögn á vafrakökum, persónurekjanleg.
 

Geymslutími

Kökur á thordisloa.is eru vistaðar í allt að 24 mánuði frá heimsókn á síðuna.
 

Meðferð persónugreinanlegra gagna

Þær persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vafrakökum, verða meðhöndlaðar skv. Ákvæði laga nr.77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ekki verður unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi nema leitað sé að yfirlýstu samþykki notanda og ef svo á við verður gætt að því að gögnum verði fargað með viðeigandi hætti og innan umsamdra tímamarka. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað. Á hverjum tíma hefur þú rétt til þess að fá þær upplýsingar sem ég hef skráðar um þig. Þú hefur líka rétt til þess að ég eyði öllum upplýsingum sem ég hef um þig. Þessi réttur á ekki við um upplýsingar sem mér ber lagaleg skylda að halda eftir. Ef þú óskar eftir því að fá upplýsingar um þig sendar, vinsamlegast sendu mér póst á thordisloa@gmail.com.
 

Póstlistar

Ég safna upplýsingum um nafn og netfang þeirra sem skrá sig á póstlista hjá mér. Upplýsingar um skráningar á póstlista eru vistaðar á MailPoet en í gegnum það forrit sendi ég pósta. Með MailPoet get ég séð hversu margir opna pósta frá mér, í hvaða forritum póstar eru opnaðir og á hvaða hlekki er ýtt.
 
Þú getur á hverjum tíma afsráð þig af póstlista hjá mér. Þú getur líka leiðrétt upplýsingar um þig.
 
Upplýsingum um afskráningar á póstlista er eytt a.m.k. einu sinni í mánuði.