15 okt Október-fréttir úr borginni
Það er alls konar að gerast í Reykjavíkurborg, að venju, sem ég segi frá í fréttabréfi mínu. Október- fréttir úr borginni segja frá stofnun Jafnlaunastofu, með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og af hverju launajafnrétti er mér mikið hjartans mál.
Ég fjalla aðeins um Eddu, nýja úthlutanlíkan grunnskólanna. Edda mun gefa okkur mikla möguleika í til að auka sjálfstæði hvers skóla. Þannig munu þeir geta þróast í takt við þarfir samfélagsins.
Ég held áfram að skrifa um stafrænu þróunina. Ég er algjörlega sannfærð um að hún muni einfalda líf okkar allra hérna í borginni og að stafræna byltingin sé eina leiðin áfram.
Að lokum segi ég frá smá tilraunastarfsemi hjá mér á instagram, þar sem ég plotta um pólitík á fimmtudögum. Endilega fylgstu með og hentu á mig spurningum í skilaboðum.
Hérna getur þú lesið eldri fréttir úr borginni og gerst áskrifandi af nýjum fréttabréfum.