leikskólar

Minna púsl fyrir foreldra

Það get­ur verið flókið mál að púsla sum­ar­fríi for­eldra og barna í kring­um lok­an­ir leik­skóla. Þess vegna hef­ur Viðreisn í Reykja­vík lagt áherslu á að for­eldr­ar hafi sveigj­an­leika og val til að stjórna sín­um sum­ar­leyf­is­tíma sjálf með því að bjóða upp á sum­ar­opn­un leik­skóla.

Í hverju hverfi borg­ar­inn­ar verður einn leik­skóli op­inn í allt sum­ar. For­eldr­ar leik­skóla­barna geta, fyr­ir 15. apríl, sótt um að börn­in fari í einn af sex sum­ar­leik­skól­um á meðan þeirra leik­skóli er lokaður í júlí.

Vel heppnað tilraunaverkefni

For­eldr­ar tæp­lega 130 barna nýttu sér sum­ar­opn­un leik­skóla síðasta sum­ar, sem var fyrsta sum­arið í þessu til­rauna­verk­efni. Fram fór mat meðal for­eldra, barna og leik­skóla­stjóra á því hvernig til hefði tek­ist og eru niður­stöðurn­ar í sam­ræmi við það sem við í Viðreisn höf­um sagt. Nán­ast all­ir for­eldr­ar eða 97%, voru ánægðir með að einn leik­skóli í hverj­um borg­ar­hluta væri op­inn allt sum­arið. Með sum­ar­opn­un er þjón­ust­an bætt, ekki bara fyr­ir nema eða þær fjöl­skyld­ur sem hafa lítið val um sinn or­lofs­tíma, held­ur einnig all­ar þær fjöl­skyld­ur sem vilja geta verið sam­an í fríi. Eft­ir þá skrítnu tíma sem við erum að upp­lifa núna telj­um við enn mik­il­væg­ara en ella að fjöl­skyld­ur geti notið sum­ar­frís­ins sam­an en þurfi ekki að púsla dög­un­um sam­an.

Börnunum leið vel

Reynsla síðasta árs sýn­ir okk­ur einnig að líðan barna í sum­ar­leik­skól­un­um var al­mennt góð. Börn­in voru ánægð með það starf sem fram fór og nutu sín. Auðvitað voru ein­hver börn sem söknuðu leik­fé­laga sinna frá hinum leik­skól­an­um en í sum­ar­leik­skól­an­um var nýja leik­fé­laga að finna. Starfsmaður þeirra leik­skóla fylgdi líka yfir á sum­ar­leik­skól­ann til að tryggja ákveðna sam­fellu fyr­ir börn­in.

Við hjá borg­inni eig­um að stefna að því að bæta þjón­ust­una til að ein­falda líf borg­ar­búa. Það eru ekki all­ir for­eldr­ar í sömu aðstæðum og það er mik­il­vægt að reyna að mæta þörf­um þeirra með því að bjóða upp á val­mögu­leika, til dæm­is hvenær farið er í sum­ar­frí.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. apríl 2020