Í REYKJAVÍK EIGA ÖLL AÐ FINNA SINN STAÐ

Lóa atvinnulífið höfði
  • Ég vil borgarsamfélag þar sem frjálslyndi og jafnrétti blómstrar.

 

  • Ég vil alþjóðlegt og opið borgarsamfélag sem tekur af festu á helstu áskorunum samtímans, s.s. loftslagsmálum og mannréttindum.

 

  • Ég vil einfaldara líf borgarbúa, sem hafa frelsi til að nýta fjölbreytta ferðamáta og velja sér húsnæði við hæfi.

 

  • Ég vil leggja áherslu á framþróun og nýsköpun sem stuðlar að öflugu atvinnulífi.

 

  • Umfram allt þurfum við að tryggja almannahagsmuni.

 

Ég hef víðtæka reynslu af því að stýra stórum og litlum fyrirtækjum á Íslandi og Finnlandi ásamt því að hafa stýrt velferðarþjónustu í Reykjavík. Ég hef sinnt hagsmunabaráttu fyrir fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi.

 

Þessi reynsla úr atvinnulífinu og borginni kenndi mér að til þess að skapa betra líf, þá þurfum við að stíga fram og taka þátt. Ef við gerum það öll verður borgin betri.

 

Mannréttindi, jafnrétti og loftslagsmál eru aldrei kvöð eða kostnaður fyrir samfélagið, heldur tækifæri og alvöru fjárfesting.

Hæ. Viltu fylgast með borgarstjórn?

Þú getur skoðað eldri fréttabréf hér


Við pössum upp á persónuvernd! Lestu persónuverndarstefnu okkar hér fyrir frekari upplýsingar.

  • Við fögnum því að Ylja, sem er öruggt neyslurými í sérútbúnum bíl, tekur til starfa í dag. Frá upphafi hefur þessi meirihluti lagt áherslu ...

  • Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu en...

  • Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Ísland...

  • Ábak við skemmti­legt og opið sam­fé­lag er heil­brigt lýð­ræði. Við viljum öll hafa eitt­hvað að segja um það hvernig sam­fé­lagi okkar er...

Ferillinn minn

Formaður borgarráðs
Formaður borgarráðs

Í júní náðum við samkomulagi um meirihlutasamstarf,  með Samfylkingu, Pírötum og Vinstri grænum. Ég er formaður borgarráðs, ég sit í stjórn Faxaflóahafna og í stjórn lífeyrissjóðs. Ég er einnig í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Oddviti Viðreisnar
Pawel Bartozek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarstjórnarkosningar 2018

Við Pawel Bartoszek vorum kjörin borgarfulltrúar Viðreisnar í Reykjavík með 8,2% atkvæða.

Forstjóri Gray Line
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forstjóri Gray Line

Ég er uppalin í rútubransanum enda byrjaði ég sem unglingur hjá Úlfari Jakobsen í hálendisferðum og varð síðar leiðsögumaður á hálendinu. Því þótti mér afar gaman að koma aftur inn í ferðaþjónustuna og starfa að stefnumótun og uppbyggingu Gray Line.

Dagskrárgerð og þáttastjórnun á Hringbraut
Þáttastjórnun Þórdís Lóa Hringbraut

Stjórnaði sjónvarpsþáttunum Sjónarhorn og vikulegum spjallþáttum sem hétu „Lóa og lífið“ veturinn 2015-2016. 

Formaður FKA
FKA Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Helstu áherslur mínar sem formaður FKA voru að innleiða fjölbreytileika í stjórnum fyrirtækja og hefja fjölmiðlaverkefni FKA.

Stofnaði Jogo bar í Finnlandi
Jogo Bar Finland

Nýsköpun stendur nálægt hjarta mínu og 2012 stofnuðum við nokkra heilsuveitingastaði í miðborg Helsinki.

Formaður Finnsk-íslenska Viðskiptaráðsins
Formaður Finnsk-íslenska Viðskiptaráðsins
Eigandi Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi

Að taka þátt  í uppbyggingu Pizza Hut í Evrópu var mikið ævintýri og lærdómur. Þarna fékk ég m.a. tækfæri til að innleiða stjórnendaþjálfun Pizza Hut yfir alla Evrópu og að taka þátt í að stýra markaðs- og vörumerkjamálum á erfiðum tímum eftir 2008.

MBA Háskólinn í Reykjavík, Athens University & Georgia State University
Framkvæmdastjóri þjónustusviðs félagsþjónustunar í Reykjavík
Yfirmaður öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar
Starfsréttindi í félagsráðgjöf, HÍ
BA í félagsfræði, HÍ
Fjölmiðlafræði við Loyola University New Orleans. USA