Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Fréttir úr borginni

október 2021

Stórir draumar rætast

Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði. Óréttlæti launamunar kynjanna hefur mér lengi legið á hjarta.

Því studdi ég frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þegar hann var félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottun. Hérna hjá borginni vorum við að taka stór skref til að fylgja jafnlaunavottuninni eftir með stofnun Jafnlaunastofu. Þetta gerum við í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og flytjum þangað starfsfólk sem áður var á verkefnastofu starfsmats. Hlutverk Jafnlaunastofu er að styðja stjórnendur sveitarfélaga við að ná jafnlaunaákvæði jafnréttislaga með ráðgjöf og fræðslu.

Lesa meira

Fjöl­breyttir skólar Reykja­víkur þurfa að bjóða
fjöl­breytta þjónustu

Úthlutunarlíkan grunnskóla
Nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, Edda, er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Með þessu líkani munum við stýra fjármagni til einstakra skóla eftir þörfum nemenda, fremur en formlegum greiningum og gefa skólastjórnendum aukið frelsi við að ráða inn sérhæft starfsfólk sem ekki eru kennarar.

Á móti kemur aukin ábyrgð skólastjórnenda að halda rekstri skólanna innan þess ramma sem þeim hefur verið úthlutað. Í fjárhagsáætlunargerðinni, sem nú stendur yfir, erum við líka að ræða bæta við 1,5 milljarði kr. til að fjármagna skólana betur.

Lesa meira

Við þurfum að gera þetta saman

Eins og ég hef sagt ykkur áður, höfum við í Reykjavík ákveðið að leggja mikla áherslu á að einfalda líf borgarbúa með stafrænni þjónustu. Þetta er verkefni sem er bara rétt að byrja en verður eitt af stærri verkefnum borgarinnar til framtíðar. Við munum halda því áfram á næstu kjörtímabilum líka.
stafræn umbreyting. Stafræn þróun
Þetta mun Reykjavíkurborg því ekki vinna ein. Um 80% þess fjármagns sem sett er í verkefnið mun fara í gegnum opinber innkaup. Búið er að greina hvaða verkefni er hagkvæmara að hafa innan borgarinnar, fremur en að setja í útboð. Það eru verkefni eins og stafrænir leiðtogar og innleiðing stafrænnar þróunar. Þarna á því að fara vel með skattfé borgarbúa í mikilvægu verkefni til framtíðar.

Lesa meira

Plottað um pólitík

Í síðustu viku ákvað ég að vera mð nýjung á Instagram, þar sem ég var í beinni að koma skilaboðum áfram til þeirra sem nú eru að ræða áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Mín helstu skilaboð voru auðvitað að gleyma ekki öllum mikilvægu samstarfsverkefnunum með sveitarfélögunum. Í kosningabaráttunni var mikið rætt um börnin, farsældarfrumvarpið og stuðning við fatlaða. Þetta þurfum við að ræða betur. Við þurfum líka að ræða tekjustofna sveitarfélaga og hvernig verkefni sem Alþingi felur okkur eru fjármögnuð.

Plottað um pólitík í beinni var bara nokkuð skemmtilegt, svo að ætla að gera þetta aftur. Ef þú hefur spurningar um pólitíkina í Reykjavík eða sveitarstjórnarmál, þá geturðu sent mér skilaboð á instagram eða facebook. Svo þarftu bara að fylgjast með á fimmtudögum, hvort svar kemur ekki!
plottað um politik
Með kveðjum úr borgarráði,
Þórdís Lóa
facebook twitter instagram linkedin