|
Fréttir úr borginni
|
Nýtt ár með nýjum áskorunum
|
|
|
Gleðilegt nýtt ár, kæru vinir.
|
Það er komið nýtt ár með nýjum tækifærum og enn sem kom er, þekktum áskorunum. Þessi vaxandi fjölda covid smita, með einangrun og sóttkví, hefur reynt mjög á getu sveitarfélaganna til að veita nauðsynlega og órofna þjónustu. Í dag eru um 800 starfsmenn á velferðarsviði og skóla- og frístundasviði í einangrun eða sóttkví. Þetta hefur reynt mjög á getu skóla og leikskóla til að halda uppri fullri kennslu og þökkum við foreldrum kærlega fyrir þann skilning sem þau hafa sýnt kennurum og skólastjórnendum. Velferðarsvið hefur einnig þurft að draga úr þjónustu, þar sem hægt er. Fyrir marga er mikilvægt að halda uppi órofa þjónustu og er það gert.
|
|
|
Kosningar framundan
|
|
|
|
Það eru sveitarstjórnarkosningar framundan, þann 14. maí. Viðreisn í Reykjavík ákvað í vikunni að halda prófkjör til að raða efsta fólki á lista. Það er ekki enn komin dagsetning fyrir prófkjörið en ég hef þegar gefið það út að ég óski eftir að leiða listann áfram. Þetta hafa verið lærdómsrík og gefandi fjögur ár, þar sem við í Viðreisn höfum náð fram fjölmörgum áherslum okkar.
|
Okkar markmið hefur verið að gera borgina að mannlegri og skemmtilegri á sama tíma og hér er fordæmalaus uppbygging húsnæðis. Við höfum unnið ötullega að því að brúa bilið með því að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og við höfum bætt kjör og starfsaðstæður kvennastétta í borginni, sérstaklega leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskóla. Við höfum lækkað fasteignaskatta atvinnuhúsnæðis og endurskipulagt bæði innri rekstur ráðhússins og byggðasamlaganna.
Það eru mörg verkefni sem þarf að vinna áfram á næst kjörtímabili til að bæta borgina og rekstur hennar enn betur. Þangað get ég leitt borgina.
|
|
|
|
|
Sterkari sveitarfélög, ný hugsun í úrgangsmálum og fleiri frístundir
|
|
|
|
Það er nýtt ár. En ég tók saman árið 2021 í grein í Kjarnanum sem birtist í lok síðasta árs (það er alltaf skrítið í janúar að skrifa svona um síðasta mánuð).
|
Af jákvæðu nótunum fannst mér þrennt standa upp úr á árinu:
|
- Tækifæri sveitarfélaga til að standa sterkar með auknu samstarfi og jafnvel sameiningu.
- Auknar kröfur á okkur að hugsa loftslagsmálin út frá öllum hliðum, ekki síst út frá úrgangsmálum. Þurfum við að kaupa? Þurfum við að henda eða getum við endurnýtt? Getum við nýtt auðlindir jarðar betur? Á þessu ári verður brúna tunnan, sem safnar lífrænu rusli komin í öll hverfi borgarinnar og samræmd flokkun sveitarfélagana er loksins að verða að veruleika, svo að við verðum ekki með mismunandi flokkunarreglur milli sveitarfélagamarka.
- Stytting vinnuvikunnar, sem við erum rétt að byrja að hugsa. Hvað viljum við gera við þennan aukatíma með okkur sjálfum, fjölskyldu eða vinum? Ég hef mikla trú á að við getum nýtt þetta tækifæri til að draga úr hraða og streitu í samfélaginu. Þar hugsa ég ekki síst til ára minna í Finnlandi en á hinum Norðurlöndunum hafa fleiri skref verið tekin en hér til þess að gera mörk á milli vinnu og frítíma skýrari. Þangað þurfum við að fara.
Hér getið þið lesið allan pistilinn minn í Kjarnanum: Lesa meira
|
|
|
|
Með kveðjum úr borgarráði,
|
|
|
|
|
|
|